Hversu mörg ár að borga sig???

Þetta ferlíki er áætlað að kosti 82 milljarða! Miðað við áætlanir ríkisins á byggingu mannvirkja skal áætla amk 30% aukningu frá þessari tölu og útkomunni á endanum. Ef ég er hófsamur í útreikningum þá skulum við segja að á endanum muni þetta kosta 100 milljarða að byggja þetta. Sparnaðurinn er áætlaður 3-5 milljarðar og miðað við fyrri reynslu skal frekar miða þetta við lægri töluna. Söluhagnaður Landsspítalans í Fossvogi gætu numið nokkrum milljörðum og sparnaður við upplýsingakerfi gætu einnig verið eitthvað smotterí.

En allavega ... niðurstaðan í þessu er að við spörum kannski 4 milljarða á ári (meðaltal með söluhagnaði Fossvogsspítalans og öðrum sparnaði) sem þýðir að við erum 25 ár að greiða þetta upp. Þá er ekki tekið með í reikninginn vextir af þessum 100 milljörðum né aðrir þættir sem gætu minnkað þennan "sparnað".

Ég spyr bara... höfum við efni á þessu??


mbl.is Sjúkrahúsið kostar 82 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Til aukinnar arðsemi reiknast afleidd áhrif af þessari "stóriðjuframkvæmd í heilbrigðisþjónustu" á höfuðborgarsvæðinu nú í kreppunni.  Stóriðjuframkvæmdir þurfa nefnilega ekki alltaf að heita álver.

Þetta myndi af öllum líkindum hreinsa atvinnuleysisskrá af hönnuðum og arkitektum og öðrum sem koma að byggingarframkvæmdum sem hafa farið mjög illa út úr núverandi árferði og seinna í ferlinu af iðnaðarmönnum sem og mörgum öðrum hópum.

Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að eyða viku með barnið mitt á gjörgæsludeild Landspítalans haustið 2007 sem staðsett er í gamla Landspítalahúsinu frá 1930 og fara þaðan yfir á nýja barnaspítalann.  Ástandið á gjörgæslunni er einu orði sagt skelfilegt þar sem öllu ægir saman gömlu fólki með niðurgang (það er jú á gjörgæslu og getur ekki séð um ýmsa hluti sjálft), litlum börnum sem haldið er sofandi o.s.frv. allt inni á sömu stofunni.  Í hringiðunni miðri er starfsfólkið í stöðugu "slökkvistarfi" að reyna að bjarga því sem bjargað verður.  Ástandið er mun verra en ég hefði nokkurn tímann trúað.

Einn sparnaðarliður sem ekki er minnst á en ég er viss um að teljist með er að ég er sannfærður um að álag á starfsfólk verði eðlilegra og að fjarvistir minnki sem aftur þýðir sparnað upp á hundruð milljóna á ári á 5000 manna vinnustað, stærsta vinnustað landsins. 

Ég held að þessi framkvæmd muni borga sig upp hraðar en fólk heldur og ég held líka að krepputímar séu hárréttur tímapunktur til að fara í þessar aðgerðir bæði til þess að fá innspýtingu í hagkerfið og draga úr verðbólguáhrifum sem yrðu til staðar á þennslutímum og líka til þess að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Ég skil það sem þú ert að segja en væri ekki gáfulegra að fullmanna spítalana og borga þessu fólki mannsæmandi laun áður en við ráðumst í svona ferlíki? Starfsfólk heilbrigðisgeirans er illa launað og allar deildir undirmannaðar. Flestar stofnanir hafa þurft að skera niður um 10% á ári síðustu ár þrátt fyrir aukin verkefni og meiri rekstrarkostnað.. ég myndi amk fyrst huga að þessum málum áður en nýtt húsnæði kemur til greina.

Stefán Örn Viðarsson, 30.1.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nei, ekki að mínu mati.  Ef við dælum peningum í kerfið eins og það er í dag án þess að færa okkur nær því sem við viljum hafa það í framtíðinni þá verður engin framþróun og spítalinn verður bara botnlaus peningahýt þar sem núverandi stöðu mála er viðhaldið.

Þegar nýr spítali verður risinn, með tilheyrandi innspýtingu í efnahagslífið sem mikil þörf er á, þá verður núverandi mönnun spítalans kannski nær því að vera nægileg vegna þess að núverandi "slökkvistarf" um allt hús er gríðarlega mannaflafrekt.  Gríðarlegt álag á starfsfólk eykur líka fjarvistir og veikindi starfsfólksins.  Það að gefa því sómasamlegar vinnuaðstæður bætir aðbúnað þess, dregur úr veikindum og fjarvistum og dregur þannig úr mannaflaþörf.

Ef álagið væri ekki svona mikið og fjarvistir því minni þá væru deildirnar kannski ekkert undirmannaðar.  Ef tveir af hverjum tíu starfsmönnum (nú er ég ekki að segja að það sé hlutfallið - ég veit ekki hvert hlutfallið er) eru fjarverandi á hverjum tíma þá eru það um þúsund manns á 5000 manna vinnustað.  Ég veit ekki hlutfallið nákvæmlega en við erum klárlega að tala um hundruð starfsmanna sem eru fjarverandi á hverjum tíma.

Nýtt húsnæði mun þannig bæta verulega nýtingu þeirra ógurlegu fjármuna sem settir eru í Landspítalann og það er það sem við eigum að setja pening í því við fáum hann til baka í betri nýtingu fjármuna, bættri þjónustu, ánægðara starfsfólki o.s.frv.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband