Dæmdur fátæklingur..

Það er nú reyndar sannað mál að ef menn eignast svona mikla peninga án þess að hafa raunverulega unnið sér inn fyrir þeim Þá munu þeir alltaf lenda í sömu stöðu aftur á endanum. Þetta gerist aftur og aftur - sama sagan endalaust.
Þetta á reyndar ekki bara við um peninga heldur má t.d. einnig nefna Idol stjörnurnar sem fá frægð og frama upp í hendurnar en glata því jafn hratt aftur.

Heilinn bara kann ekki að fara með svona hluti og ósjálfrátt eyðir hann þessu aftur þar sem honum finnst hann ekki raunverulega eiga þetta skilið.
Ef þú myndir gefa róna nokkrar milljónir, heldurðu að hann myndi leggja það inn á banka eða kaupa sér íbúð eða gera eitthvað skynsamlegt? ....... varla.

Það eru þó til einstaka undantekningar á þessu en þetta er samt reglan! Fléttið því bara upp :)


mbl.is Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú var það ekki nákvæmlega það sem íslensku rónarnir gerðu við peningana sem við gáfum þeim, keyptu sér íbúð? Í London og Reykajvík. Skynsemin ræður.

Já og sumarbústaði.

Ekki gleyma tónlistarhúsi.

Ég er stoltur af þessum rónum. Þeir eyddu ekki peningunum í vitleysu eins og þessi Breti með skartið.

lúlli (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 09:25

2 identicon

Þetta er nú hæpin kenning hjá þér, en eflaust eitthvert sannleikskorn að finna þarna.  Það er nú fullt af fólki (ofgnótt) af fólki sem veit ekki aura sinna tal, og hefur aldrei unnið fyrir peningunum hér á Íslandi. Samt heldur það betur um peninginn heldur en sjáaldur augna sinna. Það er mjög mistækt að alhæfa um svona hluti

Bárður (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:47

3 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Þeir sem fengu bankana upp í hendurnar klúðruðu þeim líka alveg eins og vinurinn í Bretlandi - enda áttu þeir ekki skilið að fá þetta svona upp í hendurnar og undirmeðvitund þeirra vissi það og sóaði bönkunum okkar.

Stefán Örn Viðarsson, 9.2.2010 kl. 11:01

4 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Bárður, ég er ekki að tala um fólk sem fæðist inn í ríka fjölskyldu eða vinnur sér inn peninga heldur fólk sem hefur ekki átt neitt en fær allt í einu helling af peningum upp í hendurnar. Það eru til óteljandi dæmi um hvernig fólk eyðir þessu öllu nánast alltaf og endar á sama stað og áður.

Ég endurtek þó að á þessu eru að sjálfsögðu til undantekningar.

Stefán Örn Viðarsson, 9.2.2010 kl. 11:03

5 identicon

Við skulum ekki rífast,

  Ég er ekki að tala m að fæðast inn í ríka fjölskyldu endilega. Þar sem í því tilvíki áttu ekki peningana sjálfur, nema náttúrulega að þú fáir sporslur hingað og þangað, eins og gerist. Ég er að tala um t.d. bankana eins og þú nefnir, en þeir sem fengu þá, voru í 90% tilvika fólk, sem var töluvert ríkt fyrir. Það vann sig ekki upp í þessa stöðu. Það er nú bara þannig að það er fullt af fólki á Íslandi í dag, sem er forríkt, en hefur lítið sem ekkert unnið fyrir því. Einungis var á réttum stað á réttum tíma í hrunadansinum. 

   Þessir tugir milljarða sem margir einstaklingar töpuðu voru aldrei í hendi. Heldur voru þeir fyrirheit um völd og peninga í framtíðinni. 

   Mikið af þessu fólki "tapaði" kannski einum milljarði, en græddi annars staðar 100 milljónir. Við getum líka talað um kvótann. Þar hafa nú milljónirnar flætt um hendur manna. Þú talar um að maðurinn geti ekki höndlað svona mikla peninga sem honum finnst hann eiga skilið. 

  Maðurinn getur aftur á móti "mjög auðveldlega" talið sjálfum sér trú um að hann eigi þessi peninga skilið!! Heilinn höndlar það mjög auðveldlega. Þetta er allt spurning um innrætingur, mannlegt eðli, og umhverfi. Flókið samspil. Ég skil alveg þína hugleiðingu, en að segja að þetta sé undantekningin er full mikið, að mínu mati. 

  Mér fannst Idol samlíkingin hins vegar nokkuð góð hjá þér! Hitt er kannski óræðara, og felur í sér meiri alhæfingu. 

Bárður (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 11:51

6 identicon

"Skjótfenginn auður hjaðnar en þeim sem safnar smátt og smátt vex auður." Orðskviðirnir 13.11 (Biblíunni)

andri (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 12:24

7 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Já alveg rétt :) ég vil ekki alhæfa neitt svosem..

En þeir voru greinilega komnir með þetta á hreint strax á Biblíutímum :)

Stefán Örn Viðarsson, 9.2.2010 kl. 12:49

8 identicon

Það er málið, enda bara smá samræður. Talandi um undantekinginar, þá er þetta blogg undanteking, þ.e. engin pirringur, kjánalæti eða aðdróttanir, sem virðist vera 95% efni hjá 95% bloggara. Þar getum við alhæft!!

   Allavega, ef Íslendingar(allavega ákv. aðilar) hefðu tileinkað sér þessa tilvitnun úr Biblíunni, þá væru þeir í allt annarri stöðu í dag, svo mikið er víst. 

Bárður (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband