Cover up...

Það hafa væntanlega bara of fáir miðar selst svo þau hafa bara ákveðið að taka þessa leiðina út frekar en að fá bara örfáa á tónleika í höllinni sem hefði auðvitað verið skandall og mikið peningatap.
Ef miðarnir hefðu rokið út þá held ég að hún hljóti nú að hafa haft möguleika á því að gera smá hlé á "samningaviðræðum" og "fundarhöldum" til að skjótast til Íslands eina kvöldstund.

Það er auðvitað ekki mjög spennandi að fara á tónleika fyrir eitt lag sem allir eru komnir með leið á hvort eð er.


mbl.is Jóhanna Guðrún frestar tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Veit nú ekki með miðasöluna en vill þó ekki taka undir það með þér að hún hafi ekki úr meiru að moða en eitt lag. Hefur heila plötu á bakinu sem hlýtur nú að teljast ágætis byrjun (enda tónlistarmenn oft ekki með meira efni en það)

Platan er prýðisgóð hjá henni þó svo að við þurfum ekkert að rökræða það neitt hvað lag frá stúlkunni er vinsælast um þessar mundir.

Stefán Þór Steindórsson, 26.5.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Já ég veit nú af þessari plötu sem er eflaust ágæt en alveg óþekkt og því 99% landsmanna aðeins að koma til að heyra þetta eina lag.

Stefán Örn Viðarsson, 26.5.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ætli fólk sé ekki líka að mæta til að hlýða á afburða söngkonu syngja? Ef að fólk væri að eltast við þetta eina lag væri það ekki að borga þennan pening fyrir herlegheitin. Fólk fer á tónleika til að upplifa tónlist, andrúmsloft og fleirra.

Þetta kvabb um eitt lag, og cover up er smáborgaraháttur að mínu mati. Samgleðjumst bara velgengni samborgarans í stað þess að leita sífellt að myglubletti til að benda á. 

Mæli svo bara með að menn mæti á tónleikana sem notast við sama svið og sama kerfi daginn eftir þegar strákarnir í Dúndurfréttum ásamt gestum leiða okkur í gegnum klássíska rokkslagara síðustu tugi ára. 

Stefán Þór Steindórsson, 26.5.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Maður er nú bara svona að velta þessu fyrir sér. Ég óska stelpunni alls hins besta. Annars er ég fullkomlega sammála þér og mæli einnig með Dúndurfréttum í Höllinni! Algjörlega frábærir..

Stefán Örn Viðarsson, 26.5.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: ThoR-E

Ég mundi borga mig inn á tónleika með þessari söngkonu.. hiklaust.

Ef eitthvað færri miðar hefðu selst en von var á.. að þá hefðu þau bara fært tónleikana í Egilshöll.. til dæmis?

ég ætla að fara á tónleikana hjá henni í haust.. ekki spurning.. og þessi söngkona er ekki bara "eitt lag" ..það held ég að allir átti sig á sem hafa heyrt plötuna hennar nýju.

ThoR-E, 26.5.2009 kl. 16:51

6 identicon

hva voða nær jóhanna vel til stefána :d,,,,,

jaker (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband