Man enginn eftir Win XPn ?

Windows XPn kom út í Evrópu án IE vegna dóms ESB. Þessi útgáfa var aðhlátursefni tölvuheimsins þar sem ekki nokkur maður lét sér detta það í hug að kaupa þessa útgáfu enda var hún á nákvæmlega sama verði og venjulega XP en ÁN Internet Explorer.

Ekki færi ég amk að kaupa mér bíl án dekkja ef ég fengi alveg eins bíl á sama verði með dekkjum..... þetta er auðvitað bara brandari.

 


mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi alveg kaupa mér bíl án dekkja ef að dekkin væru léleg, og ef að ég fengi betri dekk annarsstaðar frá, og það ókeypis!

Stefán Smári (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:58

2 identicon

Stefán þú myndir semsagt frekar standa í því að kaupa bílinn án dekkja á sama verði og með lélegum dekkjum til þess eins að þurfa að nota annan bíl til þess að sækja góðu dekkin þangað sem þau væru seld.. Í stað þess að kaupa bílinn bara með lélegu dekkjunum og ná í þau nýju....

 Hvað gerir Jón Jónson þegar hann kemur heim með nýju vafralausu tölvuna sína og ætlar á netið ? uhh ekkert því hann hefur ekki vafra til að komast á netið og hvað þá vafra að sækja annan vafra en IE. Hmm hvað þá ? Ætti hann að hringja í Gunna frænda og biðja hann um að koma með firefox á usb lykli ? Eða ætti hann að nota windows update og ná í IE ? hmm kannski hann geti notað ftp ? Nei held nú ekki, hann er ennþá að vesenast með kaffibollastandinn sem er alltaf að lokast sjálfkrafa..

ESB .. nei takk. 

David (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:49

3 identicon

Svar til stefáns smára btw

David (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:49

4 identicon

Þetta er hugsanlega versta samlíking sem þú gast tekið. Vafrar eru ókeypis á netinu og eru þeir fjarmagnaðir með auglýsingum.

Betri líking væri að taka bílinn sem stýrikerfið og tryggingafélagið sem vafrann, þar sem þér er frjálst að versla við hvaða tryiggingafélag sem er.

 Þetta er því sem að í hvert skipti sem maður vildi kaupa Toyota bifreið, væri maður neyddur til þess að taka við tryggingu frá sjóvá...  Ég hugsa að engum hugnist það.

Gunni Silli (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

úffs ok bíllinn var kannski ekki góð samlíking en í alvöru talað ... hver fer að kaupa Windows án IE ? Það er bara auka vesen, þú getur samt sótt hvaða vafra sem er og notað hann samhliða IE. Ég nota CHrome en þarf oft að opna IE vegna sérstakra microsoft vefsíða ofl.

Stefán Örn Viðarsson, 12.6.2009 kl. 11:08

6 identicon

Mér finnast þetta frábærar fréttir, þetta mun vonandi leiða til meiri útbreiðslu betri vafranna eins og Firefox, Chrome og Safari. Það er mín reynsla að Internet Exploder er versti vafrinn á markaðnum í dag. Enn eitt bloated bundle dót sem oft vill fylgja með Windows. Vona bara að þetta verði líka gert við Apple, annað er ekki sangjarnt.

Guðmundur Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:06

7 identicon

Málið er það, að IE er ekki aðeins lélegur vafri, heldur er hann líka öryggisbrestur. Í núverandi útgáfum af Windows er ekki hægt að fjarlægja hann af tölvunni. Það er hægt að velja að fela IE þannig að notandinn sjái hann ekki, en hann er alltaf uppsettur og það sem meira er að hann er alltaf keyrandi að hluta á bak við tjöldin sem bæði skapar öryggishættu og tekur frá minni og aðrar auðlindir frá stýrikerfinu.

Ég fagna því að hægt verði að fá Windows 7 án IE, þó á ég frekar von á að ég snúi mér að Linux í stað þess að greiða hátt verð fyrir stýrikerfi sem þarfnast þar að auki uppfærslu á vélbúnaði aðeins til að geta keyrt stýrikerfið.

Sverrir Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:26

8 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Windows 7 er reyndar mun léttara en Vistan og líkist meira XP að því leyti. Ég er ekki að skilja það að menn vilji fá stýrkierfið vafralaust þegar þú getur haft eins marga vafra og þig lystir inn á sömu vélinni. Það munu aðeins ákveðnir sérvitrningar vilja kaupa svona vafralaust stýrikerfi. Það er staðreynd ! ..

Stefán Örn Viðarsson, 12.6.2009 kl. 12:37

9 identicon

Humm, Windows XP N sem var selt í Evrópu var án Windows Media Player. IE kom því máli ekkert við. Sá sem saknar Windows Media Player í heimi sem býður upp á iTunes, VLC og Winamp þarf náttúrlega á læknishjálp að halda.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 15:49

10 identicon

Þessi pæling með tryggingafélögin þarna ofar er náttúrulega bara vitlaus.

Það er enginn að neyða einn né neinn að nota internet explorer. Hann bara fylgir með, Og það að það sem svo mikið af öryggisvandræðum með hann er trúlega bara af sömu ástæðu og það eru til svo margir vírusar fyrir PC. IE er mest notaði explorer í heimi og þessvegna ráðast þrjótarnir fyrst á hann, Ef aftur á móti IE verður undir í þessari baráttu og segjum að firefox verði aðal browserinn þá snúa þessir menn sér einfaldlega að honum.

Svo er það hitt, ég nota firefox en myndi samt aldrei vilja hafa hann eingöngu því oft er hann ekki compatible við allar síður og öll script á síðum. En það er aftur vandamál sem ég hef aldrei lent í með IE og þessvegna virðist IE vera eini browserinn sem maður nokkurntímann þarf að hafa.

Svo grunar mig að þó svo að menn þurfi sjálfir að velja sér og sækja vafra þá verði IE samt sá sem flestir komi til með að nota.

Gott á þessar væluskjóður sem eru á móti því að stýrikerfi sem eru sjálfsagt notuð langmest í netráp komi fullbúin frá famleiðanda...

Einar Ingi (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:22

11 Smámynd: Einar Steinsson

Windows XP/Vista N er ennþá til en nánast enginn kaupir það og eins og bent var á hér að ofan snérist N-ið um Windows MediaPlayer en ekki IE.

Internet Explorer hefur upp á síðkastið (útgáfur 7 og 8) ekkert verið með fleiri öryggisholur heldur en Firefox en sá ágæti vafri hefur verið talsvert plagaður af holum þó margir vilji stinga hausnum í sandinn og neiti að viðurkenna það. Síðan útgáfa 3 af Firefox kom út fyrir u.þ.b. ári síðan hafa verið gefnar út 10 uppfærslur, allar til að laga öryggisholur. Ef þið viljið fullkomlega öruggan vafra þá er hann því miður ekki til en Norski Opera vafrinn er líklega sá sem kemst næst því.

Einar Steinsson, 12.6.2009 kl. 19:01

12 identicon

Það er ekkert leyndarmál þegar upp kemst um öryggisholur í Firefox, open source eðli verkefnisins tryggir það. Við þeim er brugðist mjög hratt og viðbætur gefnar út. Microsoft fer hinsvegar með öryggisholur í IE eins og mannsmorð og bregst seint og illa við. Það er því hálf öfugsnúið að segja að tíðar uppfærslur á firefox séu til marks um að það sé óöruggari vafri, þvert á móti.

IE virðir enga staðla þannig að mér finnst skrýtið að fólk sé ennþá að rekast á síður sem aðeins IE birtir rétt. Slíkar síður eru ekki þess virði að heimsækja þar sem hönnuðirnir eru þá augljóslega vangefnir. Ég neyðist til að nota IE í vinnunni og lendi oft í vandræðum þar sem IE skilur ekki staðla nútímans.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:19

13 identicon

"Og það að það sem svo mikið af öryggisvandræðum með hann er trúlega bara af sömu ástæðu og það eru til svo margir vírusar fyrir PC."

Þetta er svakalega rangt. Þetta hefur mikið batnað á síðustu árum en IE 6 var einfaldlega versti hugbúnaður allra tíma, hands down. Ef ekki hefði komið til samkeppni frá Firefox og Safari þá sætum við ennþá uppi með steinaldarvafra.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:22

14 Smámynd: Einar Steinsson

IE 6 nú orðin ansi úreltur og þegar hann kom út var Firefox bara á hugmyndastigi. , það eru komnar tvær útgáfur síðan hann kom út og varla hægt að miða við hann, hann kom, en það er svo sem rétt að hann verður seint talin meðal besta hugbúnaðar allra tíma. Hins vegar eru IE útgáfur 7 og 8 mun skárri.

Og hvað varðar Firefox og staðla er þá er hann að standa sig svona og svona, hann hefur ekki ennþá staðist Acid3 prófið hvorki í opinberri né beta útgáfum á meðan Opera, Safari og Google Crome eru allir búnir að ná því. Og hann er ansi þungur í keyrslu og hreint ekkert betri en hvað það varðar heldur en IE og er t.d. mun lengur að starta heldur en IE8. En hann hefur svo sem kosti líka sérstaklega allar þær viðbætur og sérsnið sem hægt er að fá við hann. Þess vegna er hann aðalvafrinn á minni vél og þetta er skrifað í Firefox 3.0.10.

Einar Steinsson, 12.6.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband