Ótrúleg vitleysa!

Ég geri mér grein fyrir að maður á ekki að kippa sér upp við heimsku bandaríkjamanna en þetta er alveg ótrúlegt! Að nærri annarhver maður í Bandaríkjunum skuli virkilega halda að tvær manneskjur hafi verið skapaðar í núverandi mynd og reddað restinni.

Ég hef reyndar aldrei heyrt almennilega útskýringu á því hvernig börnin þeirra fóru að því eignast börn sjálf. Þetta fólk mundi nú varla "gúddera" þá pælingu, amk þá einu leið sem ég sé færa í þessu sambandi. Væntanlega yrði ég gerður útlægur, bannfærður og grýttur ef ég skyldi voga mér að minnast á sifjaspell eða önnur slík atriði í þessu máli en í alvöru talað fólk... hvernig gerðist þetta í alvöru? Ef það er einhver fróður sérfræðingur í þessu má hann alveg tjá sig .. ég er með eindæmum forvitinn um þetta!

Ætli þessi vitsmunaminni grey þarna í Ameríkusýslu haldi líka að allar sögurnar úr gamla testamentinu skuli vera sannar? Örkin hans Nóa t.d.? Þar kemur einmitt sama spurning upp í hugann.. hvernig fóru öll dýrin (og Nói) að því að fjölga sér upp á nýtt? Nei í alvöru talað.. þessar gömlu sögur eru eins og þunn g-strengs nærföt, gefa eitthvað frekar dónalegt í skyn en klára ekki verkið. Ég hefði líka viljað fá nákvæma útskýringu á því hvernig öll þessi dýr komust fyrir í þessu heillarfleygi hans Nóa gamla?

Nú bauna væntanlega einhverjir strang trúaðir á mig en ekki misskilja, mér finnst trúin af hinu góða og Biblían er frábært verk en þessi vitleysa tekur bara út fyrir allan þjófabálk!


mbl.is Trúa á Guð, drauga og djöfulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

jahá...! að mínu mati er þetta mjög vel orðað hjá þér! Gæti reyndar ekki veru betur orðað af minni hálfu... Amerýkusýslubúar eru nú dáldið furðulegir stundum...

Ég hef lengi vel íhugað einmitt þetta með að tvær manneskjur séu forfeður allra í heiminum.. í dag mega systkini allavegana ekki eigast.. og tala nú ekki um allskonar blóðsjúkdóma og annað þvíumlíkt sem herjar á fólk sem er of líkt, passar ekki saman eða of mikil blóðtenging....

Þeir strangtrúuðu koma líklega með skýringu líkt og heilagur andi sveif yfir þeim o.s.frv....  

En þó svo að slíkar efasemdir séu til staðar þá er ég hjartanlega sammála þér um að trúin sjálf er af hinu góða og skemmir engan.. en það er bókstafstrúin og öfgatrúin sem er aftur verri.. að mínu mati :)

Guðný Lára, 4.12.2007 kl. 20:59

2 identicon

...já og mætti bæta við að ef tilfellið er að þetta fólk sem Guð skapaði í sinni mynd fjölgaði sér... þá, eftir því sem maður hefur heyrt um afkvæmi of skyldra, erum VIÐ ekki í Guðs mynd!!! Við erum eins og hundurinn (?) Lúkas! Úrkynjað drasl... já, eða þannig;) ...mér finnst reyndar gott mál ef fólk trúir en sumu verður að líta framhjá held ég.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:20

3 identicon

...æji hann er kannski ekki drasl greyjið... en þið skiljið:/

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:21

4 identicon

Sagði hinn alvitri kerfisfræðingur sem þykist vita allt. Þótt þú sért góður í stærðfræði er vitneskja þín hér á jörðu "eins og þunn g-strengs nærföt".  Meðtaktu þetta.

Friðrik E B (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Ég er reyndar að óska eftir frekari fróðleik um málið afþví að mig skortir þessa vitneskju herra Friðrik þar sem ég stefni að sjálfsögðu að því að verða alvitur einn daginn!

Stefán Örn Viðarsson, 4.12.2007 kl. 21:41

6 identicon

þú þarft ekki að leita í biblíusögur til að finna það út að innræktun og sifjaspell hefur fylgt mannskepnunni frá upphafi. mig minnir að genarannsóknir hafi fundið vísbendingar til þess að allt mannfólk sé undan einni frummóður komið.

óskar holm (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:43

7 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Hinni einu sönnu Evu þá? Kannski er þetta allt satt og þróun mannkynsins bara allt einn stór misskilningur.

Stefán Örn Viðarsson, 4.12.2007 kl. 22:05

8 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Þeir vilja láta líta á sig sem eina heild.. UNITED States.. þeir verða að taka það góða með því illa ;) Nei annars geri ég mér alveg grein fyrir að þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Ég bjó meira segja þarna fyrir vestan í 2 ár og líkaði vel.

Stefán Örn Viðarsson, 4.12.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

´...þetta er steikt veröld. Grilluð báðum megin.

Páll Geir Bjarnason, 4.12.2007 kl. 23:11

10 Smámynd: Morten Lange

Óskar, það með frum-móðurinn, getur þú lesið meira um við að gúgla "mitochondrial Eve" eða lesa um þetta á Wikipediu.

Það er  ekki þannig að  hún var ein , heldur  er hún "yngsta" sameiginlega  formóðir okkar  allra  í beinni kvenlegg. Við höfum því erfðaefni frá  öðrum sem lifðu á sama tíma, bara ekki í erfðaefni orkustöðva ,því þeir erfast bara í beinni kvenlegg.  Samsvarandi erfist Y-litninginn bara í beinni karllegg.
 

Morten Lange, 4.12.2007 kl. 23:45

11 identicon

Já það eru ekki nema 80.000 ár á milli erfða Adams og erfða Evu
Sjá nánar um Adam hér og Evu hér, spennandi fólk þar á ferð.

Annars er trú ekki af hinu góða, uppspretta alls ills og níðingssproti á almenning, afnemum trú og bönnum hana, þá mun heimurinn verða að betri stað. Biblían er ekki betri bók en Palli var einn í heiminum.

Hægt er að fá svör við öllum okkar spurningum í vísindum, nema kannski "afhverju er líf" en það er eins og að spyrja "afhverju er vatn", spurningin sjálf er gölluð.

Ingþór (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband