Ýmsir staðir...

Ég hef komið í flestöll litlu plássin á landsbyggðinni og get talið upp þónokkra staði þar sem þessi háttur er hafður á. Þetta virðist ekki vera vandamál þar.. þó er þetta yfirleitt í læstum rýmum og er oftast bara opið 2-3 daga í viku og stundum ekki nema 2-3 tíma á dag. Það sér hver maður að þetta er auðvitað bara kjánalegt..

Ef þetta væri í einni hillunni í búðinni sjálfri þá væri aðgengið á þessum stöðum það sama og á stærri stöðunum, ca milli kl 10-18 á virkum dögum. Einnig væri töluvert hagræði í því að þurfa ekki að halda úti sér einingu sem sér um eina vörutegund. Ímyndið ykkur kef það væri eingöngu hægt að hafa sér verslanir fyrir hverja vörutegund: sér fyrir mjólkina (mjólkurbúð), sér fyrir brauðið (bakarí), sér fyrir gosið og sælgætið (sjoppuna), sér fyrir kjötið (kjötbúð), sér fyrir fiskinn (fiskbúð), sér fyrir krydd og sósur (sérverslun??) osfrv. Það sér hver maður að slík uppsetning er mikið óhagræði og stuðlar að mun hærra vöruverði, enda hefur þetta verið að færast úr þessu formi síðastliðna áratugi.

Ég segi því... áfengi í verslanir! Með því stuðlum að aukinni samkeppni og lægra vöruverði!


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 .... og minna vöruúrvali!

grétar (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband