Þetta er sko langt því frá fyrsta svona málið sem kemur upp. Skemmst er að minnast konunnar sem ætlaði að laga þakið sitt á húsinu sínu og taka því út séreignalífeyrinn sinn. Hún tók hann út ca 500.000 kr en þá fór TR af stað og skerti lífeyrinn hennar ásamt örorkulífeyri mannsins hennar þar sem hún var orðin hátekjumanneskja. Hún kom einmitt út í mínus..
Einnig er ekki langt síðan fréttir bárust af TR rukka öryrkja um milljónir vegna ofgreiddra bóta! Það eru þeirra mistök og ætti hreinlega ekki að vera löglegt að rukka svona aftur í tímann.. sérstaklega bláfátæka öryrkja sem varla skrimta út mánuðinn á þessum lúsabótum.
Ég lenti reyndar sjálfur í svona máli þegar ég ætlaði að versla mér jeppling. Ég átti rétt á styrk frá TR þar sem ég á fatlað barn. Styrkurinn er ekki mjög stór, um 250.000 kr, en mig langaði að reyna á það. Til þess að fá þennan styrk þurfti ég hinsvegar að taka bílinn á gamaldags bílaláni og hafa hann skráðan á mig. Ég gat ekki fengið fjármögnun á hann og fengið hann á bílasamning þar sem hann er þá skráður á fjármögnunarfyriræki. Hinsvegar eru bílasamningarnir svo miklu hagstæðari að ég hefði komið út í TAPI ef ég hefði tekið venjulegt bílalán með mun hærri vöxtum og gjöldum, heldur en ef ég hefði sleppt styrknum og tekið bílasamninginn, sem og ég gerði!
Þessi stofnun er bara svo steinrunninn! Hún er að drukkna í reglugerðum og pappírsflóði og hefur enga mannúð!
Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 2.11.2007 | 12:14 (breytt kl. 12:31) | Facebook
Bloggvinir
- bjarnihardar
- brandarar
- dofri
- eirikurbergmann
- ea
- fridjon
- killjoker
- gummisteingrims
- gudnim
- lostintime
- gudrunarbirnu
- hallurg
- ingolfurasgeirjohannesson
- nosejob
- jensgud
- jogamagg
- jonasantonsson
- jonthorolafsson
- bisowich
- kiddip
- hrafnaspark
- omarragnarsson
- frisk
- sirrycoach
- zsigger
- athena
- stebbifr
- sveitavargur
- stormsker
- tharfagreinir
- vitinn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einmitt líka nýlega búið að vera annað mál í fréttum... Ein hjartgóð amma ákvað að hjálpa til með fatlað ömmubarn.. Hún keyrði barnið í þjálfun og annað innan stór Reykjavíkursvæðisins svo foreldrarnir gætu haldið áfram að stunda sína vinnu. Einhver benti ömmunni á að hún gæti fengið bensínstyrk við að keyra barnið.
Amman athugaði málið og fékk styrk.. en þegar vel var að gáð þá tapaði hún í raun meira heldur en hún fékk þar sem dregið var af örorkubótum hennar og styrkurinn skattlagður..
ég man þetta ekki alveg orðrétt.. en fróðir menn geta leitað af þessu á netinu... Málið er að eins og í þessu tilfelli þá þurfa menn sem eru á örorku að athuga vel sín mál áður en þeir samþykkja styrki almennt frá tryggingastofnun.. því oftar en ekki virðist vera tapa þeir bara á því!!
Sigtryggur (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.