Þvílíkur skandall...
Hver er í raun lögbrjóturinn hér? Er það sá sem stelur skránni og dreifir henni eða sá sem býður upp á umhverfið til þess? Ef að ég ætti húsnæði og myndi bjóða vinum mínum að stunda þar ólöglega starfssemi án minnar aðkomu, væri ég þá lögbrjóturinn eða þeir?
Mér finnst þetta alveg svakalega mikil forræðishyggja að stöðva þessa starfssemi þar sem ekki er einusinni verið að græða peninga þar sem þeir eru ekki í spilinu hjá þessum mönnum. Það er í raun verið að þjófkenna þá ásamt öllum þeim sem nota þessi kerfi. Ég veit vel að margir nýta sér þessi tól til þess að brjóta lögin en hver segir að við eigum að hafa vit fyrir þeim? Eigum við þá ekki að banna áfengi í leiðinni því það getur leitt til afbrota? Við getum líka bannað bíla og faratæki í leiðinni því það er alltof einfalt að brjóta lögin með slíkum tækjum og tólum!?
Nei í alvöru talað.. þetta er óþolandi forræðishyggja og á ekki að líðast! Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast í USA og það er nánast allt slæmt sem þaðan kemur þessa síðustu og verstu!
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- bjarnihardar
- brandarar
- dofri
- eirikurbergmann
- ea
- fridjon
- killjoker
- gummisteingrims
- gudnim
- lostintime
- gudrunarbirnu
- hallurg
- ingolfurasgeirjohannesson
- nosejob
- jensgud
- jogamagg
- jonasantonsson
- jonthorolafsson
- bisowich
- kiddip
- hrafnaspark
- omarragnarsson
- frisk
- sirrycoach
- zsigger
- athena
- stebbifr
- sveitavargur
- stormsker
- tharfagreinir
- vitinn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þer
Finnbogi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:56
ef þú býður vinum þínum uppá aðstæður til að fremja lögbrot,
þá telst þú samsekur þeim ; )
Rúnar Ingi Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 17:02
Svo má benda á að ég veit ekki betur (eftir frásagnir) að notendur þurfi að haka í reit þegar þeir senda efni inn þarsem þeir staðfesta að þeir beri ábyrgð á að þeir hafi leyfi til að senda þetta efni inn. Ábyrgðin er ekki eiganda vefsins, þarsem hann lét fólk fyrirfram vita að ólöglegu efni mætti ekki dreifa.
Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:19
Rúnar s.s. Síminn telst samsekur mönnum sem skipuleggja bankarán í gegnum símakerfið hjá þeim?
Karl (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:36
Þeir eru ekki að hýsa neitt ólöglegt efni. Þeir eru að hýsa skrár sem eru oftast innan við 100kb. Enginn bíómynd er 100kb. Ég sé ekki hvernig skrárnar sem torrent.is hýsa eru ólöglegar.
Ásgeir R. Birgisson, 19.11.2007 kl. 17:42
Ef þú býður félögum þínum að stunda ólöglega starfsemi í þínu húsnæði og það yrði sannað að þú hafir verið vitni að því, ertu samsekur.
Hins vegar ef þú setur skilmála upp um að bannað sé að stunda ólöglega starfsemi í húsnæðinu, sem Svavar gerði á Istorrent, veit ég ekki hvort það dekki húsnæðiseigandann eitthvað og komi allri ábyrgðinni yfir á félaga þína. Ég er ekki alveg nógu vel að mér í þessu. Ég hugsa samt að skilmálarnir verði að vera lögfestir af löggjafarvaldinu eins og hjá Símanum, sem jarðar hugsanlega vangaveltu Karls.
Gaui (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:45
Ef þú lánar eitthvað, sem er skráð á þitt nafn, hvað sem er,t.d. bílinn þinn eða íbúðina þína og lögbrot eru framin,þá telst þú ábyrgur.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.11.2007 kl. 20:56
Ef ég lána félaga mínum bílinn minn og hann brýtur lögin á bílnum. Er ég þá samsekur ?
David (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.