Mig langar að benda á einn punkt. Í hvert skipti sem fólk kaupir geisladisk út í búð greiðir það amk 50 kr til STEF. Þessi sjóður á svo að renna til tónlistarmanna til að bæta þeim skaðan sem þeir verða fyrir þegar menn stela og brenna tónlistinni þeirra.
Það er s.s. búið að þjófkenna alla þá sem kaupa tómageisladiska fyrirfram og því lít ég svo á að það sé sjálfsagt mál að stela íslenskri tónlist. Maður er hvort sem er þjófóttur.
Hitt er svo annað mál að ég hef heyrt að STEF sitji bara á þessum sjóði og greiði aldrei neinum neitt úr honum.
Nú er ég sjáfur tónlistarmaður og sit því reyndar báðu megin við borðið. Ég tel þó að internetið hafi skapað og aðstoðað miklu fleiri tónlistarmenn en það hefur skaðað. Það eru helst þessir eldri tónlistarmenn sem vilja ekki eða kunna ekki að nýta sér kosti netsins.
Bubbi hótar að hætta útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 17.3.2009 | 08:30 (breytt kl. 08:31) | Facebook
Bloggvinir
- bjarnihardar
- brandarar
- dofri
- eirikurbergmann
- ea
- fridjon
- killjoker
- gummisteingrims
- gudnim
- lostintime
- gudrunarbirnu
- hallurg
- ingolfurasgeirjohannesson
- nosejob
- jensgud
- jogamagg
- jonasantonsson
- jonthorolafsson
- bisowich
- kiddip
- hrafnaspark
- omarragnarsson
- frisk
- sirrycoach
- zsigger
- athena
- stebbifr
- sveitavargur
- stormsker
- tharfagreinir
- vitinn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Stefán,
Það er rétt hjá þér að STEF tekur 50kr af hverjum seldum geisladisk í stefgjöld, fyrir hugsanleg lög sem tekin eru af netinu.
Með þessu er STEF í raun búið að gefa leyfi fyrir því að fólk sæki sér tónlist af netinu án þess að greiða meira en þessar 50 kr sem það fyrirfram greiðir með kaupum á geisladiskum. Ef einhverjum dytti í hug að láta reyna á þetta fyrir dómstólum þá er ég hræddur um að tónlistamenn myndu kvarta sáran, því ég er fullviss um það að dómari myndi dæma málið á þá leið að einstaklingur sem kaupir geisladisk sé búinn að greiða höfundaréttargjald að þeim lögum sem hann sækir af netinu og setur á geisladisk.
Kv,
Umhugsun
Umhugsun (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:33
Góðir punktar. Þar fyrir utan, iTunes afsannaði kenningu tónlistarbransans að fólk vilji frekar stela en kaupa.
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 09:59
Mér finnst eins og skrattinn hafi hitt ömmu sína þarna og verið flengdur! Þetta sem að ofan er sagt varðandi STEF er blákaldur sannleikur og einnig varðandi sóknarfæri á netinu fyrir tónlistarmenn sem hjálpað hefur þeim mikið bæði við sölu á miðum á tónleika, selja plötur eða á annan hátt.
Ég hef sagt það lengi og tel það ennþá vera mikilvægt vopn fyrir útgáfufyrirtæki bæði á tónlist og leikjum annars vegar og bíómyndum annarsvegar að lækka verðið niður á því sem þeir eru að selja. Þú færð varla skýrari skilaboð en þetta þegar fólk er að ná í hlutina á netinu frítt. Skilaboðin eru klár; lækkið verðmiðann og þá erum við tilbúin að koma til samningaviðræðna um kaup á þessum efnum.
Þessir listamenn mega ekki gleyma að það erum VIÐ sem erum að gera þá að þessum "stjörnum" sem þeir eiga að vera. Þeir ættu í raun að vera fegnir að við viljum ennþá hlusta á tónlistina hvort sem hún er frí eða fokdýru verði seld.
Ég sé ekki fyrir mér stjórn stórfyrirtækis hágrenjandi í fjölmiðlum yfir því hversu léleg sala hefur verið hjá þeim þetta árið, heldur sé ég fyrir mér nýja stefnumörkun í að ná þessu hlutfalli aftur upp með því að kynna sér hvað viðskiptavinir þeirra eru að biðja um.
Í þessu tilviki sem og öðrum sé ég því miður ekki neina lausn þar sem græðgissjónarmiðið ræður ríkjum sem blindar menn í að sjá hvað markaðurinn er að biðja um.
eikifr (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:52
Niðurhal er ekki sama og töpuð sala, ég tel mig geta fullyrt að 95% af þeim sem sækja tónlist á efninu hefðu ekki keypt þetta efni hvort sem er. Í raun er þetta bara ódýr auglýsing fyrir tónlistarmennina, ég sjálfur viðurkenni að sækja helling á netinu og ef það er rusl þá endar það í ruslatunnunni, ef mér líkar efnið þá kaupi ég diskinn, ég er einn af þeim sem vill eiga hulstrið og skoða það jafnvel þegar ég er að hlusta á diskinn í spilaranum. Þannig að samkvæmt minni tilfinningu (er ekkert að segja að hún sé rétt) þá eru 2000 niðurhöl = og 100 tapaðar sölur, vissulega há tala en ekki svo stór hlutur ef hann er að selja 5-10 þúsund eintök.
Björgvin S. Ármannsson, 17.3.2009 kl. 11:27
Alveg sammála öllu ofangreindu! ..
Nokkrir aðilar voru að kvarta núna eftir jólin að margir hefðu stolið DVD myndum, s.s. Laddi, Bjarni Haukur ofl talandi um að þeir hefðu tapað mörg þúsund sölum á niðurhali. Þetta er svo vitlaust. Flestir af þeim sem eru að hala niður eru börn og unglingar sem hafa ekki efni á því að kaupa þetta hvort sem er.
Menn eiga bara að hætta að vera að vesenast út í internetið og vera sáttir við það sem þeir þó fá. Þetta er bara framtíðin.... annaðhvort er að sætta sig við það eða snúa sér að einhverju öðru.
Stefán Örn Viðarsson, 17.3.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.