Framtíðin er hér...!

Það hljóta allir að sjá að þetta sé framtíðin. Þetta sést einna best á þessum nýju fréttum frá tónlistarfólki á borð við Mugison og Radiohead að netið mun yfirtaka alla sölu á afþreyingarefni í framtíðinni. Öll margmiðlun mun lifa eingöngu í stafrænu formi og seljast eingöngu yfir internetið.

Tónlist verður seld beint í iPOD tækin okkar eða tölvurnar/græjurnar heima í stofu. Einnig verður hægt að kaupa tónlist beint í bílinn úr skjánum í bílnum yfir 3G netið okkar sem bíllinn verður tengdur beint hvar sem er. Kvikmyndir verða seldar beint í sjónvarpstækin okkar eða myndspilarana sem tengdir verða þráðlaust í öllum bílum sem og annarstaðar.

Já framtíðin í þessum málum er bæði spennandi og neikvæð. Spennandi vegna mjög svo góðs aðgengis að afþreyingarefninu en neikvæð vegna nostalgíuþáttana eins og tilfinninguna að fara út í plötubúð og velja plötu, skoða hulstrið og halda á heilstæðri vörunni í hendinni. Geisladiskar munu  hverfa og allt mun verða geymt á minniskubbum. Harðir diskar eru einnig á útleið og minniskubbar munu hefja massífa innreið sína í allar tölvur og tæki sem munu geyma alla okkar afþreyingu á ofurhraða á endalausum gígabætum út um allt.

Sjálfur er ég tvístíga í hvernig ég eigi að líta á þessa þróun en ég er bæði tækninjörður og tónlistarmaður. Mér finnst t.d. sorglegt að heilstæðir diskar/plötur sem bundnir eru ákveðnum fjölda laga (milli 10-20 lög) séu á undanhaldi og í framtíðinni munum við hugsanlega ekki sjá neitt nema einstaka lög. Lítið verður einnig um "coverin" á diskunum sem mér finnst ótrúlega sorglegt en sem aðdáandi tækninnar hlakka ég til þeirra tíma þegar ég get sagt græjunum mínum hvernig tónlist ég fýla og þær finna eitthvað við mitt hæfi heima eða í bílnum. Einhver lágmarksupphæð er svo dregin af kreditkortinu mínu í hverjum mánuði hugsanlega.

Já .. spennandi tímar framundan og sitt sýnist hverjum um hvort þetta sé jákvæð eða neikvæð þróun.


mbl.is Neytendum tónlistar treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Já þetta er algjörlega framtíðin, sjálfur keypti ég bæði Mugison diskinn og Radiohead diskinn. En ég forðast skífuna eins og heitan eldinn enda er ég þeirrar skoðunar að þar sé á ferðinni einokunarbatterí sem er í þeim bransa að níðast bæði á neytendum og tónlistarmönnum.

Og varðandi coverin þá eru þau alls ekki á leiðinni út, til að selja disk á netinu þá þarftu mynd við vöruna og í nýrri tegundum að mp3 spilurum þá ertu kominn með stóran skjá sem sýnir coverið þegar þú ert að fletta í gegnum diskana eða spila tónlist.

gummih, 21.11.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Guðný Lára

úffs framtíðin er "krípí".... það var allt svo kósý í gamladaga... eða þannig er minningin allavegana...  t.d. þegar rafmagnið fór af í sveitinni.. brjálaður snjóbylur úti og kertin tekin upp ásamt gítar og svonna.... mmmm góðar minningar án gsm og tölva ;o)

Guðný Lára, 23.11.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband