Það sem þarf að gera..

Foreldrar þurfa að vera mjög meðvitaðir um tölvunotkun barnanna sinna. Sjálfur var ég forfallinn tölvufíkill þegar ég var unglingur en er núna foreldri og er að glíma við sama vandamál hjá mínum börnum. Ég þekki því vandann frá báðum hliðum sem gerir mig sérstaklega áhugasamann um málið.

Ég fann sérstaklega indælt forrit á netinu sem heitir einfaldlega Parental Control (http://www.crawlerparental.com/) en þetta er eina ókeypis forritið á netinu sem gerði það sem ég vildi gera sem var að setja tíma á tölvuna, tvo tíma á virkum dögum á milli kl 9 og 21 og svo fjóra tíma um helgar á milli kl 9 og 22. Eftir þennan tíma lokar forritið á notandann og tölvan er óvirk fyrir barninu þangað til næsta dag. Hægt er þó að bæta við t.d. klukkutíma ef foreldrar leyfa. Einnig fylgist forritið með á hvaða síður barnið fer og hægt er að fylgjast með spjalli barnsins á MSN sem ég geri þó ekki. Börnin eiga líka rétt á smá einkalífi enda nánast eingöngu verið að spjalla við önnur börn.

Forritið er það einfalt í notkun að flestir foreldrar ættu að geta fundið út úr því. Ég hef sjálfur ekki séð leið til að "hakka" sig í gegnum það en ég starfa sem kerfisfræðingur og tel því ólíklegt að barnið muni ná að klóra sig í gegnum þetta forrit á næstunni.

Windows Vista stýrikerfið hefur reyndar svona tól innbyggt og þurfa því notendur þess ekki að hafa sérstakt forrit eins og þetta til að stýra tölvunotkun barnanna sinna.

Ein regla í viðbót sem ég hef sett mínum börnum: Það er bannað bæta nýju fólki inn á MSN sem er ekki sjálft barn eða fjölskyldumeðlimur nema með samþyki okkar foreldranna. Reglulega kíki ég svo á MSN listann þeirra og fer yfir hvort einhverjir ókunnugir hafa bæst við.

Ég mæli amk sterklega með svona stýringu en þetta hefur reynst sérlega vel á mínu heimili.


mbl.is Undirliggjandi vandi missi menn tökin á tölvunotkuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta líst mér vel á, að foreldrar og forráðmenn barna geti stýrt tölvunotkun barnanna. Ekki veitir af, að fylgjast vel með, því það er fullt af þrjótum inni á Netinu og þeir svífast einskis.

Gott hjá þér.

Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband