Bjánalegar og úreldar reglugerðir..

Þessi regla sem bannar tilraunasölu á bjór í öðrum búðum en Heiðrúnu í Reykjavík er auðvitað alveg hlægileg. Þarna er sér sunnlenskur bjór á ferðinni sem væntanlega sunnlendingar munu sérstaklega hafa áhuga á að versla sér - í sinni heimabyggð. Þetta var einnig vandamál þegar að bjórinn Kaldi frá Árskógströnd kom á markaðinn. Lengi vel var ekki hægt að fá hann nema á veitingastöðum hér fyrir norðan og svo í Heiðrúnu í Reykjavík. Þarna var sér norðlenskur bjór á ferðinni og norðlendingar sérstaklega spenntir fyrir honum enda bruggaður úr norðlenskri náttúru.

Þetta er bara dæmigert um úreldar hugsanir og úreldar reglur sem enn eru við líði hvað varðar áfengi á íslandi. Þessu þarf að breyta og það sem allra fyrst.. !


mbl.is Nýr bjór kemur á markað um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband