Hvað varð um kallinn? Gömul frétt samt!

Þetta reyndar gerðist í fyrra svo þetta er alls ekki ný frétt. Þetta kallaðist Rickrolling á "netmáli". Nánari upplýsingar um það má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rickroll

En ég man sko vel eftir þessi greyji .. hann hékk upp um veggi allra unglingsstúlkna á Íslandi í lok níunda áratugsins. Hvað varð annars um hann? Jú ... ég Gogglaði hann og viti menn! Hann hefur verið að rembast og gefið út nokkrar plötur síðan hann varð frægur á þessum 2-3 lögum sínum. Fáir hafa þó heyrt um þessar plötur enda hann ekki fengið neina athygli síðan þessir smellir voru uppá sitt besta í kringum 1987-1989.


mbl.is Man einhver eftir Rick Astley?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Jamm... en Youtube tók þennan joke hinsvegar upp á sína arma 1.apríl síðastliðinn og það var alveg sama hvað þú leitaðir eftir... það kom alltaf upp þetta helvítis lag og myndband.... mjög fyndið... ég allavega var í kasti...

Signý, 4.4.2008 kl. 15:29

2 identicon

Alveg sammála.. ég varð einmitt rickrolled fyrir nokkrum mánuðum og fannst það frábært. Reyni svo hver sem vill að herma eftir þessum geggjuðu danssporum. Mér skilst að hann hafi þurft að fara í hip-replacement eftir allar þessar fínu mjaðmasveiflur. Og handahreyfingarnar... vá! Það geta sko ekki allir gert svona flottar handahreyfingar án þess að líta út fyrir að vera spastískir.

Nonni (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband