Hvað varð um poppbylgjuna?

Flestar hljómsveitirnar sem voru starfandi á þessu tímabili 1995-2000 eru annaðhvort hættar eða í dvala. Írafár, Buttercup, Í svörtum fötum, Paparnir, Sóldögg, Greifarnir, 200.000 naglbítar, Skítamórall, Stuðmenn, SSSól, Land og synir, osfrv.

Að vísu eru Ný Dönsk og Á móti sól með einhverja smá starfssemi og Sálin hefur aldrei almennilega hætt en að öðru leyti hafa allar hljómsveitir lagt upp laupana án þess að neitt hafi komið í staðinn. Í dag eru mjög margar hljómsveitir á íslandi starfandi en þær einblína lang flestar á popp/rokk sungið á ensku fyrir erlendan markað. Kannski uppgötvuðu tónlistarmenn á íslandi að það væri frekar ömurlegt líf að lifa á ballbransanum hér heima.

Einnig er það mín skoðun að í því góðæri sem var hér ríkjandi frá aldamótum að fólk hafði í raun ekkert sérstaklega gaman af því að fara á ball eða tónleika almennt séð. Fólk fór frekar til útlanda eða sat heima glápandi á 200" flatskjáinn sinn með kokteilana og nuddtækin og nýjustu downloduðu DVD myndirnar.

Tími sveitaballahljómsveitanna, rokksins, pönksins, skemmtunar og almennrar lífsgleði virðist hafa verið uppi fyrst og fremst í síðustu kreppu milli 1975-1985 svo nú er bara að vona að listamenn fari að lifna til lífsins og fólk skelli sér á tónleika og böll eins og í denn.


mbl.is Alíslenskt popp: skýrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

heh .. hún heitir Umsvif

Stefán Örn Viðarsson, 7.11.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Smá starfsemi? - Ný dönsk voru að gefa út plötu - Sálin er að halda upp á 20 ára ammli með bíómynd auk þess sem þessar þrjár hljómsveitir eru búnað eiga nokkur af mest spiluðu lögum ársins og spila fyrir þúsundir -

Guð forði okkur frá því að spýta í lófana... hehehehe

Guðmundur M Ásgeirsson, 7.11.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

já takk fyrir það .. ný dönsk eru aðeins að gefa í núna, Sálin hefur alltaf tekið sér langar pásur og mun gera það núna eftir þessa törn. Væntanlega hefur hljómsveitin þín verið hvað duglegust undanfarið.. :)

Stefán Örn Viðarsson, 7.11.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Guðný Lára

jámms Stefán.. við gáfum nú líka út plötu á þessu ári... fór bara minna fyrir henni en öðrum :)

Kannski að við ættum að spýta í... hehe....!

En ég spái því að núna fer hljómsveitarlíf á Íslandi að springa aftur út... gerist það ekki alltaf í svona kreppuástandi?

Guðný Lára, 7.11.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Ransu

Finnst erfitt að sjá að tónleikar hafi verið færri eða minna sóttir í góðærinu. Mér finnst hafa verið fullt af tónleikum undanfarin ár.

Var þetta ekki bara með öðru móti í góðærinu? Og er væntanlega enn.

Ég mundu halda að þetta sé eins í tónlistinni og í myndlistinni.

Í góðærinu var meiri innflutningur á erlendum böndum en áður.  Í myndlistinni varð að sama skapi alþjóðleg sena í fyrsta skiptið á íslandi. 

Maður hefur getað valið á milli þess að fara á tónleika með Incubus eða Clapton og Anima eða Agli Sæbjörnssyni. Að sama skapi mátti velja að fara á myndlistarsýningar með Shirin Neshat eða Matthew Barney og Gjörningaklúbbnum eða Agli Sæbjörnssyni.

Íslenskir myndlistarmenn, eins og tónlistarmenn, vildu brjóta einangrunina og komast á alþjóðlegt kort.

Það hefur tekist í báðum geirum. 

Ransu, 11.11.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

erlendar stórstjörnur eru reyndar undanskyldar þessu sem ég var að segja. Íslendingar hafa oftast flykkst á stór bönd eins og Metallica, Clapton og Muse. Ég var aðallega að tala um íslenskar hljómsveitir og minni aðila.

Stefán Örn Viðarsson, 21.11.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband