Vonlaus barátta

Þrátt fyrir vilja hljómsveita til að endurvekja sveitaböllin þá er því miður ýmislegt fleira sem stoppar þá pælingu. Ég hef sjálfur reynt að skoða þessi mál en fyrir utan almennt áhugaleysi forsvarsmanna félagsheimilana þá hefur nútíminn sett þetta úr skorðum.

Það sem hefur mest breyst er að í dag þarf að sækja um ýmis leyfi til skemmtanahalds frá yfirvöldum. Það þarf einnig oftar en ekki að greiða fyrir löggæslu (mútur??) og hafa lágmarskfjölda dyravarða svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig hafa posarnir og kortin sett strik í reikninginn í stað þess að þetta væri allt "undir borðið" eins og í gamla daga. Því er mun minna hægt að græða, ef nokkuð, á svona sveitaböllum og útskýrir áhugaleysi hjá aðstandendum félagsheimilanna.

Nú svo hefur auðvitað pöbba og kaffihúsamenningin gjörbreytt landslaginu. Það verður amk langt í það að við förum að heyra auglýstar sætaferðir í útvarpinu held ég.

Því miður.. ég styð þetta framtak en við erum komin of langt inní skrifræðið, græðgina og letina til að þetta verði að einhverri alvöru.


mbl.is Sveitaböllin föst í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband