Tónlistarbransinn í dag..

Staðan er einfaldlega þessi:

Fólk fer helst ekki á böll lengur. Tími DJana er í hámarki og verður það væntanlega eitthvað áfram. Fyrir nokkrum árum borgaði fólk sig inn á böll með hljómsveitum og margar sveitir voru að gera það gott. Það er ekki svo ýkja langt síðan allar íslensku sveitirnar voru í fullu fjöri. Þetta voru hljómsveitir á borð við Írafár, Skítamórall, SSSól, Á móti sól, Sóldögg, Sálin, Stuðmenn, Buttercup, Í svörtum fötum, Ný dönsk, Papana, Todmobile, Naglbítana ofl. ofl. Markaðurinn stóð undir öllum þessum böndum og þau voru að gera það gott. Það má sjá á ástandinu í dag að markaðurinn er greinilega ekki lengur tilbúin að greiða fyrir þennan tónlistarflutning enda eru öll þessi bönd hætt eða meira og minna "í dvala".

Ég bý á Akureyri og þar kemur þetta mjög skýrt fram. Unga fólkið fer ekki lengur í Sjallann á böll enda eru þeir nánast búnir að gefast upp á þessu og fá böll eru haldin í Sjallanum í dag. Meira að segja þegar Á móti sól kom um daginn voru ekki nema um 100 manns inni. Bubbi fékk ekki einusinni sæmilega mætingu þarna. Kaffi Akureyri er alveg hætt að hafa hljómsveitir eins og var, Græni hatturinn gafst upp á þessu fyrir um 2 árum og er nú bara með einstaka tónleika. Þessir tónleikar eru þó yfirleitt illa sóttir með örfáum undantekningum.

Tímarnir eru s.s. mjög erfiðir fyrir hljómsveitir í dag og ef þeir ætla að fá að spila er einfaldlega ekkert hægt að gera nema að spila frítt, annars færðu bara ekkert að spila. Menn borga sig bara alls ekki inn á böll. Fólk tímir ekki 1000 kr fyrir hljómsveitina en sér svo kannski ekki eftir 10.000 kalli á barnum. Ef þú ert í hljómsveit sem aðeins spilar frumsamda tónlist áttu engan sjens. Fólk nennir ekki að hlusta á það og þeir sem nenna því vilja alls ekki greiða fyrir það.

Svona er bara tónlistarlífið í dag.... vonandi breytist þetta aftur fljótlega þegar DJarnir detta út og hljómsveitirnar koma þá sterkar aftur inn með tilheyrandi tekjum enda er tónlistarsköpun íslenskra hljómsveita eingöngu bundin við erlendan markað í dag sem er alls ekki nógu gott.

Svo er bara að mæta á böllin og styðja tónlistarfólkið okkar sem yfirleitt fær ekkert greitt fyrir þetta!

 


mbl.is Íslenskar jaðarhljómsveitir þora ekki að rukka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er verið að mestu að tala um íslensk Jaðarbönd, ekki pöbba & ball bönd.. Þar sem ég tilheyri báðum hópum, get ég alveg fullyrt að þetta eru nánast andstæðir pólar..
Lítið mál að fá borgað fyrir pöbba og ball spilamennsku en tek samt alveg undir það að launin þar eru búin að lækka talsvert undanfarin ár allaveganna innan höfuðborgarsv. en það er samt sjálfsagður hlutur þar að fá borgað.. En slíkt hið sama er ekki upp á teningnum með Jaðarhljómsveitir með sitt eigið efni, hvort sem verið er að tala um greiðslu af hálfu staðareiganda eða fyrir bandið að rukka sjálft inn. Það er einfaldlega bara ekkert gert nema þá í formi 3-4 bjóra. Aljgörlega kominn tími til þess að breyta þessu..

David (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Það er rétt að maður fær hugsanlega eitthvað smotterí fyrir ball/pöbba spilamensku en það er allt of lágt. Það er of lágt vegna þess að menn borga sig helst ekki inn og ef það er rukkað þá mæta bara fáir. Ég er hinsvegar utan af landi og aðstæðurnar eru töluvert öðruvísi þar en í Reykjavík svo það er erfitt að bera það saman.

Stefán Örn Viðarsson, 5.10.2007 kl. 12:12

3 identicon

Græni hatturinn er nánast með tvenna tónleika á viku. Jaðarbönd og meira til. Gengur yfirleitt upp því haukur á græna er flottur gæi og staðurinn mjög góður tónleikastaður.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:18

4 identicon

Það virðist nú alveg hafa farið fram hjá mér að Græni hatturinn haldi tvenna tónleika í viku á Græna Hattinum!!! Það er nú eitthvað bull... en aftur á móti þá er gjarnan haldnir tveir tónleikar þegar tónleikar eru á annað borð haldnir þar.. þetta kemur svona í hrynum :)

og hvað varðar inngangseyrinn... þá verður við einfaldlega að breyta þessu... þetta gengur ekki svona því þá hættir fólk að nenna þessu! Sitja kannski í sínum bílskúrum eða æfingarpleisum og ræða stjórnmál og kvennaklósettumræður í staðinn fyrir að skapa góða tónlist :)

Guðný Lára (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband