Þriðja tillagan - sú langbesta!

Það eru mörg rök fyrir því að gefa sölu á áfengi frjálsa. Einnig eru mörg rök fyrir því að gera það ekki sem ég ætla ekki að telja upp hér. Ég tel þriðju lausnina lang besta. Það er lausn sem ég hef séð og kynnst erlendis en það er að gefa ekki öllum kaupmönnum frjálst verslunarleyfi með áfengi heldur aðeins gefa út sérstök leyfi fyrir sérstakar einkareknar áfengisverslanir sem eru sérhannaðar með sölu áfengis í huga.

Með þessu móti væri hægt að hafa mjög öflugt eftirlit með frekar litlum verslunum, ekki ólíkt og ÁTVR er í dag, en einkarekið og í fullri samkeppni við aðrar áfengisverslanir. Þessar verslanir mættu haga sínum málum eins og þeim háttar, verð, opnunartíma og annað.

Í þessum verslunum væri hægt að þjálfa starfsfólkið sérstaklega til að afgreiða ekki fólk undir lögaldri, áberandi ölvað eða annað slíkt. Það væri einnig hægt að haga ráðningu starfsfólks þannig að ekki yrðu ráðnir mjög ungir krakkar eða annað slíkt sem tilheyrir venjulegum matvöruverslunum.

Með þessum hætti myndum við fá alla kosti þess að gefa verslun með áfengi frjálsa og komast hjá flestum ókostunum líka. Þetta virkar þar sem þetta fyrirkomulag er á erlendis og ég sé ekki afhverju þetta ætti ekki að ganga jafn vel hér á landi!


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sentu þetta til eithvers þingmanns.

Björn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Á Spáni sem dæmi er áfengi selt, bæði sterkt og veikt svo sem bjór í verslunum eins og Merca Dona sem svipar til Bónus hérna heima.

En kannski þarf að gera einhverjar sér ráðstafinir hérna á Íslandi, miðbærinn logar hverja einustu helgi og þó seljum við einungis áfengi í ÁTVR og svo auðvitað á börunum niður í miðbæ. En mannskapurinn er búin að birgja sig upp áður en þangað er haldið af áfenginu sem er selt í þessum sérverslunum eða ÁTVR.

Hvað er til ráða?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 15:00

3 identicon

Er ekki alveg eins gott að sleppa þessu ef að þetta á ennþá bara að vera í sérstökum áfengisbúðum? :)

Hörður A. G. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Nei ekki sleppa þessu því aðal atriðið er að ljúka einkavæðingunni! Fá samkeppni á markaðinn!

Stefán Örn Viðarsson, 11.10.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér líst vel á  þessa þriðju leið.  Annars hef ég aldrei fundið neitt að því að áfengið sé selt hjá ÁTVR. -  Betri helmingurinn fer yfirleitt í mjólkurbúðina  ..eða ég versla þetta bara í Kringlunni eða Smáralind  um leið og ég fer í Bónus eða Hagkaup. Ég er svolítið hrædd um að þetta verði flókið í verslunum þar sem fermingarkrakkar eru á kössunum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 16:19

6 Smámynd: Sveitavargur

Það er hægt að finna fullt af millivegum milli fullkominnar einokunar á vegum ríkisins og fullkominnar samkeppni milli matvörubúða.  Það sem þú lýsir er eiginlega sama aðferð og er notuð við bari.  Og ekki hafa þeir auðveldað fólki undir tvítugu að nálgast áfengi.

Aðalhausverkurinn við núverandi ástand er ósköp einfaldlega að stór hluti fólks kemst ekki í vínbúð án þess að eiga bíl.   Sem er absúrd.

Sveitavargur, 12.10.2007 kl. 00:54

7 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Það á að gefa þetta frjálst að því leyti sem sígarettusala er gefin frjáls. Það á að vera eftirlit með sölu, og strangar reglur með meðferð og sölu. En að öðru leyti á að koma fram við áfengi eins og hverja aðra neysluvöru.

Sigurður Jökulsson, 12.10.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband