Færsluflokkur: Bloggar
Það er algjör synd að þetta skuli vera nauðsynlegt en ég styð ákvörðunina algjörlega. Pólverjar eru ekki endilega allir slæmir í glasi en alltof margir eru það. Þeir eru duglegir vinnuhestar á daginn en sleppa sér alveg þegar þeir detta í það. Kaffi Akureyri hefur oft á tíðum verið gjörsamlega vonlaus staður vegna láta í þessum hóp. Ég hef ekki sjálfur orðið fyrir áreitni af þeirra hálfu en ég hef nokkrum sinnum sleppt því að fara þarna inn eða farið út af staðnum vegna látanna í þeim.
Ég tel þetta því ekki ekki fordóma heldur vill bara svo til að þeir bönnuðu er Pólverjar en ekki Íslendingar eða eitthvað annað.
Dónaleg framkoma ekki liðin“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2007 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Barn sem lærir ekki að "höndla" sjálfan sig og takast á við vanadmálin án lyfja munu halda áfram að sækjast í lyf sem lausn við vandamálum á efri árum. Börnin læra að lyfin séu skyndilausnin sem þau þurfa þar sem þau séu "brengluð" án þeirra. Sem betur fer er þetta ekki algilt en þetta kemur sterklega fram hjá sumum. Eitt frægt dæmi er Kurt Cobain sem glímdi við ýmiskonar kvilla sem barn. Hann var settur á ýmis lyf í sinni æsku og sagði sjálfur að rökrétt framhald á unglingsárunum voru harðari efni.
Þetta segir sig samt sjálft.. þú þarft gríðarlega mikinn viljastyrk og sterkan karakter til að geta bara hætt þessari skyndilausn sem lyfin eru.
Í Bandaríkjunum þar sem allt gerist auðvitað á öfgafullan hátt eru barnasálfræðingar farnir að greina sum þessara barna með þunglyndi eða geðhvarfasýki í stað ADHD og dæla í þau allt að 20 tegundum af lyfjum á dag. Það var fjallað um eitt slíkra mála í sjónvarpinu um daginn þar sem barnið lést vegna ofneyslu lyfja. Eftirá var móðirin spurð hvort hún héldi virkilega að barnið hefði verið þunglynt og hún svaraði því neitandi, hún var bara að fylgja leiðbeiningum læknanna! Þetta er komið algjöra vitleysu og íslendingar eiga eitt heimsmetið enn í því að dópa upp börnin sín.
Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2007 | 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru íslendingar virkilega svona æstir í hálft gramm sem einhverri útbrenndri stjörnu langar að losna við?
Ef einhver hefur áhuga þá get ég talið upp fullt af fólki, frægu og ófrægu, sem hafa helling af aukakílóum!?? Kannski ég ætti að birta daglegan lista? Yrði eflaust mjög vinsælt......
Kryddpía berst við aukakílóin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.11.2007 | 14:20 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er sko langt því frá fyrsta svona málið sem kemur upp. Skemmst er að minnast konunnar sem ætlaði að laga þakið sitt á húsinu sínu og taka því út séreignalífeyrinn sinn. Hún tók hann út ca 500.000 kr en þá fór TR af stað og skerti lífeyrinn hennar ásamt örorkulífeyri mannsins hennar þar sem hún var orðin hátekjumanneskja. Hún kom einmitt út í mínus..
Einnig er ekki langt síðan fréttir bárust af TR rukka öryrkja um milljónir vegna ofgreiddra bóta! Það eru þeirra mistök og ætti hreinlega ekki að vera löglegt að rukka svona aftur í tímann.. sérstaklega bláfátæka öryrkja sem varla skrimta út mánuðinn á þessum lúsabótum.
Ég lenti reyndar sjálfur í svona máli þegar ég ætlaði að versla mér jeppling. Ég átti rétt á styrk frá TR þar sem ég á fatlað barn. Styrkurinn er ekki mjög stór, um 250.000 kr, en mig langaði að reyna á það. Til þess að fá þennan styrk þurfti ég hinsvegar að taka bílinn á gamaldags bílaláni og hafa hann skráðan á mig. Ég gat ekki fengið fjármögnun á hann og fengið hann á bílasamning þar sem hann er þá skráður á fjármögnunarfyriræki. Hinsvegar eru bílasamningarnir svo miklu hagstæðari að ég hefði komið út í TAPI ef ég hefði tekið venjulegt bílalán með mun hærri vöxtum og gjöldum, heldur en ef ég hefði sleppt styrknum og tekið bílasamninginn, sem og ég gerði!
Þessi stofnun er bara svo steinrunninn! Hún er að drukkna í reglugerðum og pappírsflóði og hefur enga mannúð!
Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2007 | 12:14 (breytt kl. 12:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef komið í flestöll litlu plássin á landsbyggðinni og get talið upp þónokkra staði þar sem þessi háttur er hafður á. Þetta virðist ekki vera vandamál þar.. þó er þetta yfirleitt í læstum rýmum og er oftast bara opið 2-3 daga í viku og stundum ekki nema 2-3 tíma á dag. Það sér hver maður að þetta er auðvitað bara kjánalegt..
Ef þetta væri í einni hillunni í búðinni sjálfri þá væri aðgengið á þessum stöðum það sama og á stærri stöðunum, ca milli kl 10-18 á virkum dögum. Einnig væri töluvert hagræði í því að þurfa ekki að halda úti sér einingu sem sér um eina vörutegund. Ímyndið ykkur kef það væri eingöngu hægt að hafa sér verslanir fyrir hverja vörutegund: sér fyrir mjólkina (mjólkurbúð), sér fyrir brauðið (bakarí), sér fyrir gosið og sælgætið (sjoppuna), sér fyrir kjötið (kjötbúð), sér fyrir fiskinn (fiskbúð), sér fyrir krydd og sósur (sérverslun??) osfrv. Það sér hver maður að slík uppsetning er mikið óhagræði og stuðlar að mun hærra vöruverði, enda hefur þetta verið að færast úr þessu formi síðastliðna áratugi.
Ég segi því... áfengi í verslanir! Með því stuðlum að aukinni samkeppni og lægra vöruverði!
Áfengið er komið í matvöruverslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.10.2007 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er til einstaka fólk sem velur lífið framyfir hræðsluna við að eiga fatlað barn.
Ég veit um annað par sem valdi það að eiga barn sem greint var með klofinn hrygg en barnið fæðist núna eftir nokkra daga. Sá fæðingargalli getur verið allt frá því að vera frekar vægur, kannski lítilsháttar lömun í fótum og upp í það að vera mjög alvarlegur með mikilli lömun, þroskaskerðingu og andlegri fötlun ásamt vatnshöfuði og fleira slíku.
Mig langar allavega að taka ofan fyrir þessu fólki sem stendur uppí hárinu á kerfinu sem reynir að stýra öllum í fóstureyðingu þar sem það er svo "dýrt" fyrir þjóðfélagið að ala fötluð börn. Ansi margir í læknastéttinni mála myndina eins svarta og hægt er til þess að beinlínis hræða fólk í fóstureyðingu. Þetta er gert til þess að spara peninga og til að minnka álagið á þá sjálfa seinna meir.
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2007 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það eru mörg rök fyrir því að gefa sölu á áfengi frjálsa. Einnig eru mörg rök fyrir því að gera það ekki sem ég ætla ekki að telja upp hér. Ég tel þriðju lausnina lang besta. Það er lausn sem ég hef séð og kynnst erlendis en það er að gefa ekki öllum kaupmönnum frjálst verslunarleyfi með áfengi heldur aðeins gefa út sérstök leyfi fyrir sérstakar einkareknar áfengisverslanir sem eru sérhannaðar með sölu áfengis í huga.
Með þessu móti væri hægt að hafa mjög öflugt eftirlit með frekar litlum verslunum, ekki ólíkt og ÁTVR er í dag, en einkarekið og í fullri samkeppni við aðrar áfengisverslanir. Þessar verslanir mættu haga sínum málum eins og þeim háttar, verð, opnunartíma og annað.
Í þessum verslunum væri hægt að þjálfa starfsfólkið sérstaklega til að afgreiða ekki fólk undir lögaldri, áberandi ölvað eða annað slíkt. Það væri einnig hægt að haga ráðningu starfsfólks þannig að ekki yrðu ráðnir mjög ungir krakkar eða annað slíkt sem tilheyrir venjulegum matvöruverslunum.
Með þessum hætti myndum við fá alla kosti þess að gefa verslun með áfengi frjálsa og komast hjá flestum ókostunum líka. Þetta virkar þar sem þetta fyrirkomulag er á erlendis og ég sé ekki afhverju þetta ætti ekki að ganga jafn vel hér á landi!
Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Staðan er einfaldlega þessi:
Fólk fer helst ekki á böll lengur. Tími DJana er í hámarki og verður það væntanlega eitthvað áfram. Fyrir nokkrum árum borgaði fólk sig inn á böll með hljómsveitum og margar sveitir voru að gera það gott. Það er ekki svo ýkja langt síðan allar íslensku sveitirnar voru í fullu fjöri. Þetta voru hljómsveitir á borð við Írafár, Skítamórall, SSSól, Á móti sól, Sóldögg, Sálin, Stuðmenn, Buttercup, Í svörtum fötum, Ný dönsk, Papana, Todmobile, Naglbítana ofl. ofl. Markaðurinn stóð undir öllum þessum böndum og þau voru að gera það gott. Það má sjá á ástandinu í dag að markaðurinn er greinilega ekki lengur tilbúin að greiða fyrir þennan tónlistarflutning enda eru öll þessi bönd hætt eða meira og minna "í dvala".
Ég bý á Akureyri og þar kemur þetta mjög skýrt fram. Unga fólkið fer ekki lengur í Sjallann á böll enda eru þeir nánast búnir að gefast upp á þessu og fá böll eru haldin í Sjallanum í dag. Meira að segja þegar Á móti sól kom um daginn voru ekki nema um 100 manns inni. Bubbi fékk ekki einusinni sæmilega mætingu þarna. Kaffi Akureyri er alveg hætt að hafa hljómsveitir eins og var, Græni hatturinn gafst upp á þessu fyrir um 2 árum og er nú bara með einstaka tónleika. Þessir tónleikar eru þó yfirleitt illa sóttir með örfáum undantekningum.
Tímarnir eru s.s. mjög erfiðir fyrir hljómsveitir í dag og ef þeir ætla að fá að spila er einfaldlega ekkert hægt að gera nema að spila frítt, annars færðu bara ekkert að spila. Menn borga sig bara alls ekki inn á böll. Fólk tímir ekki 1000 kr fyrir hljómsveitina en sér svo kannski ekki eftir 10.000 kalli á barnum. Ef þú ert í hljómsveit sem aðeins spilar frumsamda tónlist áttu engan sjens. Fólk nennir ekki að hlusta á það og þeir sem nenna því vilja alls ekki greiða fyrir það.
Svona er bara tónlistarlífið í dag.... vonandi breytist þetta aftur fljótlega þegar DJarnir detta út og hljómsveitirnar koma þá sterkar aftur inn með tilheyrandi tekjum enda er tónlistarsköpun íslenskra hljómsveita eingöngu bundin við erlendan markað í dag sem er alls ekki nógu gott.
Svo er bara að mæta á böllin og styðja tónlistarfólkið okkar sem yfirleitt fær ekkert greitt fyrir þetta!
Íslenskar jaðarhljómsveitir þora ekki að rukka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.10.2007 | 10:59 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Glaumdrottningin Paris hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikurnar en eins og flestir vita hefur fjölmiðlafárið í kringum hana verið að keyra allt um koll útfrá í Ameríkusýslu. Það hefur reyndar verið svo mikið að líklega var hún látin laus úr fangelsi í dag vegna þess. Það er allavega alveg á hreinu að ef að hún væri ekki svona stórfræg dægur-dramadrottning að hún hefði setið inni í alla 40 dagana.
Dómarar í USA hafa hingað til verið frekar ragir við að senda fræga fólkið í djeilið (með 2-3 undantekningum) en ég hélt að þeir ætluðu að standa við þetta núna! Nei þeir ákváðu þá að stytta þetta í 23 daga og núna sleppa dömunni eftir aðeins 3 daga. Hún hefur sjálfsagt orðið fárveik blessunin yfir að komast ekki í sólabaðið sitt, meikið, alltof stóru sólgleraugun og auðvitað að geta ekki klætt mini hundinn sinn í bleiku náttfötin og fengið einhvern dr. stórlax til að skrifa uppá að hún væri dauðvona ef hún kæmist ekki heim.
Nei .. ég hef oft verið vonsvikin yfir ákvörðunum Bandaríkjamanna og ekki bregðast þeir í þetta skiptið. Það er þó bót í máli að hún kemst víst ekki á djammið næstu dagana.... nema þá að hún haldi bara stofuparti heima hjá sér?
París Hilton laus úr prísundinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.6.2007 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glaumdrottningin Paris hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikurnar en eins og flestir vita hefur fjölmiðlafárið í kringum hana verið að keyra allt um koll útfrá í Ameríkusýslu. Það hefur reyndar verið svo mikið að líklega var hún látin laus úr fangelsi í dag vegna þess. Það er allavega alveg á hreinu að ef að hún væri ekki svona stórfræg dægur-dramadrottning að hún hefði setið inni í alla 40 dagana.
Dómarar í USA hafa hingað til verið frekar ragir við að senda fræga fólkið í djeilið (með 2-3 undantekningum) en ég hélt að þeir ætluðu að standa við þetta núna! Nei þeir ákváðu þá að stytta þetta í 23 daga og núna sleppa dömunni eftir aðeins 3 daga. Hún hefur sjálfsagt orðið fárveik blessunin yfir að komast ekki í sólabaðið sitt, meikið, alltof stóru sólgleraugun og auðvitað að geta ekki klætt mini hundinn sinn í bleiku náttfötin og fengið einhvern dr. stórlax til að skrifa uppá að hún væri dauðvona ef hún kæmist ekki heim.
Nei .. ég hef oft verið vonsvikin yfir ákvörðunum Bandaríkjamanna og ekki bregðast þeir í þetta skiptið. Það er þó bót í máli að hún kemst víst ekki á djammið næstu dagana.... nema þá að hún haldi bara stofuparti heima hjá sér?
Látin laus samkvæmt læknisráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.6.2007 | 15:43 (breytt kl. 23:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- bjarnihardar
- brandarar
- dofri
- eirikurbergmann
- ea
- fridjon
- killjoker
- gummisteingrims
- gudnim
- lostintime
- gudrunarbirnu
- hallurg
- ingolfurasgeirjohannesson
- nosejob
- jensgud
- jogamagg
- jonasantonsson
- jonthorolafsson
- bisowich
- kiddip
- hrafnaspark
- omarragnarsson
- frisk
- sirrycoach
- zsigger
- athena
- stebbifr
- sveitavargur
- stormsker
- tharfagreinir
- vitinn
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar